spot_img
HomeFréttirGrindavík og Keflavík mætast í úrslitum 9. flokks stúlkna

Grindavík og Keflavík mætast í úrslitum 9. flokks stúlkna

Undanúrslitaleikir í íslandsmóti 9. flokks stúlkna fóru fram í dag í Dalhúsum. Í fyrri leik dagsins vann Keflavík lið Hamars/Hrunamanna nokkuð örugglega en eftir jafnan fyrsta leikhluta stakk Keflavík af. 

 

Edda Karlsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 11 stig í leiknum en 10 leikmenn léku átta mínútur eða meira hjá liðinu sem er mjög sterkt. Helga Sóley Heiðarsdóttir endaði með góða tvöfalda tvennu í leiknum fyrir Hamar/Hrunamenn eða 13 stig og 18 fráköst. 

 

Tölfræði leiksins 

 

Í seinni leik dagsins var það Grindavík sem mætti nágrönnum sínum í Njarðvík. Sigur Grindavíkur virtist aldrei í hættu en þær náðu 11 stiga forystu strax í byrjun leiks. Hetjuleg endurkoma Njarðvíkur í þriðja leikhluta var svo ekki nóg því Grindavík náði að lokum í góðan sigur 47-39. 

 

Una Rós Unnarsdóttir var stigahæst Grindvíkinga með 14 stig og 7 fráköst. Grindavík tók  16 sóknarfráköst í leiknum gegn 6 hjá Njarðvík.

 

Tölfræði leiksins

 

Það verða því Grindavík og Keflavík sem mætast í úrslitaleiknum sem fram fer í Dalhúsum kl 12:00 á morgun. Leikurinn er í beinni útsendingu á Youtube rás KKÍ. 

 

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik Maltbikarsins í 9. flokki fyrr í vetur í algjörum háspennuleik. Þar hafði Grindavík þriggja stiga sigur og því hefur Keflavík harma að hefna. 

Fréttir
- Auglýsing -