spot_img
HomeFréttirGrindavík náði í tvö stig í Ólafssal

Grindavík náði í tvö stig í Ólafssal

Grindavík lagði heimakonur í Haukum í Ólafssal í kvöld í A deild Subway deildar kvenna, 76-80.

Eftir leikinn er Grindavík í 2. sæti deildarinnar með 30 stig á meðan að Haukar eru í 4. sætinu með 22 stig.

Gestirnir úr Grindavík byrjuðu leik kvöldsins af nokkrum krafti og leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-28. Heimakonur í Haukum gera svo ágætlega undir lok fyrri hálfleiksins að hanga í þeim, koma forskotinu niður í 5 stig, en missa það aftur frá sér áður en liðin halda til búningsherbergja, 38-49.

Grindavík heldur svo áfram að gera vel í upphafi seinni hálfleiksins og eru með þægilega 14 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 54-68. Heimakonur ná að koma með ágætis áhlaup í þeim fjórða og eru ekki langt frá því að ná að jafna á lokakaflanum, en Grindavík gerir vel að klára leikinn með fjögurra stiga sigur, 76-80.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Keira Robinson með 13 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Grindavík var Eve Braslis með 20 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 varin skot.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -