spot_img
HomeFréttirGrindavík marði Stjörnuna

Grindavík marði Stjörnuna

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni kvenna í gær. Grindvíkingar sem af mörgum þykja líklegir til afreka í Domino´s deild kvenna í vetur mörðu Stjörnuna í Ásgarði en Valskonur skelltu Hamri í Vodafonehöllinni.
 
Stjarnan 66-71 Grindavík
Karl West lét þennan leik ekki framhjá sér fara og sendi inn nokkrar línur. „Fyrsti leikhluti var hnífjafn eða 21-22 að honum loknum fyrir Grindavík sem telfdi fram nýja bandaríska leikmanninum sínum Lauren Oosdyke. Stjörnukonur voru ekki á því að láta vaða yfir sig á heimavelli og komust yfir 30-26 en Grindvíkingar jöfnuðu fljótt 33-33 og leiddu svo 37-38 í hálfleik.
Grindvíkingar voru sterkari í upphafi síðari hálfleiks, hreyfðu boltann vel og fengu nokkuð af opnum skotum og breyttu stöðunni í 41-53. Eftir þetta gekk í garð 18-3 kafli hjá heimakonum sem komust yfir 59-53 og leiddu 62-54 fyrir fjórða og síðasta leikhluta, mögnuð endurkoma hjá Stjörnukonum í þriðja leikhluta.
Í fjórða leikhluta kom 2-11 kafli hjá Grindavík sem leituðu mikið að Oosdyke og hún svaraði jafnan kallinu og var á endanum það sem skildi liðin að þar sem Grindavík fór með 66-71 sigur af hólmi eftir sterka frammistöðu hjá 1. deildarliði Stjörnunnar.“
 
Tölfræði leiksins vantar.
 
Valur 80-59 Hamar
 
Valur-Hamar 80-59 (19-18, 16-14, 24-11, 21-16)
 
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 17/8 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Rut Konráðsdóttir 6/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0.
 
Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 17/7 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 15, Di’Amber Johnson 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/14 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 1, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Sóley Guðgeirsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0.
  
Mynd úr safni/ Petrúnella Skúladóttir og Grindvíkingar lentu í basli með 1. deildarlið Stjörnunnar í gær.
Fréttir
- Auglýsing -