spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaGrindavík lagði Stjörnuna í Smáranum

Grindavík lagði Stjörnuna í Smáranum

Grindavík lagði nýliða Stjörnunnar í Smáranum í kvöld í 18. umferð Subway deildar kvenna, 80 – 72. Eftir leikinn er Grindavík í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, en Stjarnan sæti neðar í 4. sætinu með 18 stig.

Fyrir utan eitt andartak í öðrum leikhluta leiksins leiddu heimakonur í Grindavík allan leik kvöldsins. Grindavík byrjaði leikinn nokkuð sterkt og leiddu þær með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 19-8. Í öðrum fjórðung nær Stjarnan svo góðu áhlaupi, komast yfir, en ná svo eiginlega ekki að fylgja því neitt eftir og eru enn undir í hálfleik, 38-31.

Stjarnan hótar því að komast aftur inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiks, en Grindavík nær þó áfram að vera skrefinu á undan inn í lokaleikhlutann, 62-51. Í honum gera þær svo nóg til að halda Stjörnunni frá sér, hleypa þeim aldrei innfyrir fimm stigin og sigra að lokum með átta stigum, 80-72.

Best í liði Grindavíkur í kvöld var Eve Braslis með 18 stig og 12 fráköst. Henni næst var Danielle Rodriguez með 20 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fyrir Stjörnuna voru Kolbrún María Ármannsdóttir með 20 stig, 4 fráköst og Denia Davis-Stewart skilaði 10 stigum og 15 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -