Þremur af fjórum leikjum í Iceland Express deild kvenna er nú lokið þar sem Grindvíkingar gerðu frækna för austur í Hveragerði og lögðu Hamar 76-87.
Michele DeVault fór mikinn í liði Grindavíkur með 29 stig og 8 fráköst en Koren Schram var atkvæðamest í liði Hamars með 28 stig.
KR átti ekki í teljandi vandræðum með Snæfell í Stykkishólmi og lönduðu Vesturbæingar öruggum 47-76 útisigri og það án Unnar Töru Jónsdóttur. Jennifer Finora gerði 15 stig í liði KR en hjá Snæfell var Hobbs með 18 stig.
Keflavík hafði betur í grannaglímunni gegn Njarðvík 86-64.
Leikur Vals og Hauka stendur nú yfir en hann hófst kl. 18:00.
Nánar síðar…



