spot_img
HomeFréttirGrindavík kvaddi Domino’s deildina með sigri

Grindavík kvaddi Domino’s deildina með sigri

 

Stjörnukonur tóku í kvöld á móti Grindavík í lokaumferð Domino’s deildar kvenna.  Fyrir leikinn var ljóst að úrslit hans myndu ekki skipta nokkru um lokastöðu liðanna í deildinni, en Stjörnukonur voru öruggar með 4. og síðasta sætið í úrslitakeppninni á meðan Grindavíkurliðið var fallið. Það var hins vegar ekki að sjá á spilamennsku liðanna hvort liðið væri að fara í úrslitakeppni og hvort í 1. deild í kvöld því gestirnir úr Grindavík hreinlega pökkuðu Garðbæingum saman og unnu öruggan fjórtán stiga sigur, 53-67.

 

 

 

Lykillinn

Grindavíkurkonur voru einfaldlega miklu betri á öllum sviðum körfuboltans í dag. Mikill dofi var yfir heimakonum og virtist enginn leikmaður Stjörnunnar hafa áhuga á að spila leikinn. Því nenntu Grindvíkingar hins vegar og öruggur sigur þeirra því staðreynd.

 

Hetjan

Ingunn Kristínardóttir var besti leikmaður kvöldsins og virtist á tímabili vera sú eina sem hafði minnstan áhuga á að vera inni á vellinum. Ingunn sýndi þann áhuga sinn í verki því hún skoraði 19 stig á 24 mínútum, þar af 5 þrista úr sex tilraunum, en flestir þristar Ingunnar komu úr skotum nær miðju en þriggja stiga línunni. Flottur leikur hjá henni.

 

Framhaldið

Grindavíkurkonur kveðja Domino’s deildina að sinni en liðið endar í neðsta sæti með 10 stig. Stjörnukonur geta hins vegar byrjað að undirbúa sig fyrir undanúrslitaeinvígi gegn deildarmeisturum Snæfells. 

 

Tölfræði leiks

Myndasafn 

 

Umfjöllun, viðtöl / Elías Karl

Myndir / Tomasz Kolodziejski

Fréttir
- Auglýsing -