spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaGrindavík kjöldró Blika í Smáranum

Grindavík kjöldró Blika í Smáranum

Grindavík lagði Breiðablik í Smáranum í kvöld í 24. umferð Subway deildar kvenna, 75-109.

Eftir leikinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 8 stig.

Gestirnir úr Grindavík leiddu leik kvöldsins frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 23-29 þeim í vil og þegar að að liðin héldu til búningsherbergja var forysta þeirra komin í 19 stig, 32-51.

Grindavíkurkonur héldu áfram að bæta við forystu sína í upphafi seinni hálfleiksins, gera nánast út um leikinn í þriðja leikhlutanum og eru 28 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 49-77. Í þeim fjórða gera þær svo nóg til þess að sigra að lokum virkilega örugglega, með 34 stigum, 75-109.

Fyrir Breiðablik var Anna Soffía Lárusdóttir atkvæðamest með 23 stig og 8 fráköst. Henni næst var Þórdís Jóna Kristjánsdóttir með 17 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fyrir Grindavík var Hekla Eik Nökkvadóttir best með 21 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar og Danielle Rodriguez bætti við laglegri þrennu, 10 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -