spot_img
HomeFréttirGrindavík jafnar metin: Frábær fyrri hálfleikur heimamanna

Grindavík jafnar metin: Frábær fyrri hálfleikur heimamanna

00:17 

{mosimage}

 

 

Grindvíkingar urðu í kvöld fyrstir liða til þess að leggja Njarðvíkinga að velli á nýju ári og bundu þar með enda á 18 leikja sigurgöngu Njarðvíkinga. Leikurinn var vægast sagt sveiflukenndur en 30 stig skildu liðin að í hálfleik þar sem staðan var 56-26 Grindavík í vil. Njarðvíkingar áttu magnaðan síðari hálfleik en það reyndist of mikið verk að jafna metin og því fóru Grindvíkingar með góðan 88-81 sigur af hólmi. Staðan er því jöfn, 1-1, í einvíginu og mætast liðin að nýju á fimmtudag í Ljónagryfjunni kl. 20:00. Jonathan Griffin gerði 23 stig í liði Grindavíkur í kvöld en þeir Jóhann Árni Ólafsson og Igor Beljanski gerðu báðir 21 stig fyrir Njarðvík.

 

Heimamenn voru klárir strax í upphafi leiks og breyttu stöðunni fljótt í 8-2 en Þorleifur Ólafsson fékk snemma tvær villur í liði Grindvíkinga. Igor Beljanski hélt Njarðvíkingum inni í leiknum í 1. leikhluta en honum lauk engu að síður í stöðunni 25-13 Grindavík í vil. Stórleikur heimamanna hefur eflaust komið flatt upp á Íslandsmeistarana sem voru fjarri sínu besta í upphafi leiks.

 

Lesa nánar um leikinn hér

Fréttir
- Auglýsing -