spot_img
HomeFréttirGrindavík Íslandsmeistari í unglingaflokki

Grindavík Íslandsmeistari í unglingaflokki

18:50

{mosimage}

Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í unglingaflokki kvenna eftir frækinn 77-57 sigur á Haukum í úrslitum Íslandsmótsins sem fram ferí DHL-Höllinni í Vesturbænum. Lilja Sigmarsdóttir var valin besti maður leiksins úr Grindavíkurliðinu með 16 stig og 10 fráköst en Helena Hólm var valin besti maður leiksins úr liði Hauka með 17 stig og 4 fráköst. Þetta er í fyrsta sinn sem Grindvíkingar verða Íslandsmeistarar í unglingaflokki kvenna.

Illa gekk hjá liðunum í upphafi að skora en Haukar gerðu fyrstu stig leiksins af vítalínunni þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Jafnt var á með liðunum en strax í fyrsta leikhluta voru bæði lið að glíma við villuvandræði. Íris Sverrisdóttir hjá Grindavík og Bára Hálfdánardóttir hjá Haukum voru báðar komnar með 3 villur í fyrsta leikhluta.

Lilja Sigmarsdóttir gerði mikilvæga körfu fyrir Grindvíkinga í lok annars leikhluta en þá setti hún niður þrist og minnkaði muninn í 32-33 og þannig stóðu leikar Haukum í vil í hálfleik.

{mosimage}

 

Bára Hálfdánardóttir fékk sína fimmtu villu hjá Haukum í þriðja leikhluta og fór á bekkinn en hún komst í raun aldrei í samband við leikinn. Girndvíkingar nýttu meðbyrinn og leiddu 50-45 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Haukar urðu svo fyrir enn öðru áfallinu í upphafi fjórða leikhluta þar sem Ragna Margrét Brynjarsdóttir fékk sína fimmtu villu og Grindvíkingar komnir 11 stigum yfir 56-45. Eftirleikurinn var auðveldur hjá Grindavík sem sigldu í átt að öruggum sigri 77-57.

Lilja Sigmarsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Íris Sverrisdóttir og Alma Garðarsdóttir áttu allar ljómandi góðan dag með Grindavík en hjá Haukum var Helena Hólm með 17 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir gerði 18.

{mosimage}

 

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -