18:30
{mosimage}
Grindavík vann um helgina Íslandsmeistaratitilinn í minnibolta 10 ára drengja. Lið Grindavíkur var í A-riðli í allan vetur en hafði ekki náð að sigra fjölliðamót fyrr en um helgina. Það má því segja að strákarnir hafi toppað á réttum tíma en þeir unnu úrslitamótið í DHL-höllinni um helgina.
Við óskum Grindavík til hamingju með titilinn.
Mynd: www.umfg.is



