{mosimage}
(Bradford fór mikinn í liði Grindavíkur í kvöld)
Grindavík skaut sig sannfærandi inn í úrslitarimmuna í lokahlutanum og hefndu 3-1 tapsins frá í fyrra með 3-1 sigri á Snæfelli í kvöld 85-75 í fullu Fjárhúsinu þar sem yfir 400 manns lögðu leið sína. Leikurinn var jafn og skemmtilegur heilt yfir en í lok þriðja hluta og byrjun fjórða fóru Grindavíkurpiltar að spila fantagóða vörn og pressu á Snæfell sem missti boltann of oft og Grindavík færði sér það í nyt og komust í 15 stiga forystu í fjórða hluta sem Snæfell náði aldrei að brúa og Snæfellingarnir fara því í frí en árangur þeirra er eitthvað sem menn geta verið sáttir við þegar litið er til baka. Grindavík fara núna í hressandi úrslitaeinvígi gegn KR og verður gríðargaman að fylgjast með því.
Hjá Snæfelli var Lucious Wagner með 21 stig og 9 frák. Hlynur Bæringsson var með 15 stig og 16 frák. Sigurður Þorvaldsson og Jón Ó. Jónsson voru svo hvor með 12 stig. Hjá Grindavík var Nick Bradford með 23 stig og 7 frák. Þorleifur var gríðar hress með 18 stig og 8 fráköst og hélt sínum mönnum við efnið í lokin. Helgi Jónas átti góða spretti og setti þau 14 stigin.
Leikurinn byrjaði jafn á meðal liðanna og voru bæði að gera mistök í sóknum en voru föst fyrir í vörninni. Snæfellsmenn virkuðu þungir í sókninni fyrst um sinn en voru að vinna á með fráköstum og stolnum boltum en eftir einmitt lélega sendingu frá Hlyn komst Brenton inn í og skeiðaði upp völlinn og tróð við mikinn fögnuð og Grindavík leiddi 11-14. Sóknarklukkan var yfirleitt að líða út þegar Snæfell átti skot en voru bara heppnir tvisvar í röð en Grindavík náði ágætis taki á þeim í vörninni en Snæfell náði á ótrúlegan hátt að halda sér inni. Helgi Jónas kom með drifkraft í sóknir Grindavíkur og setti sex stig strax og var sterkur varnarlega líka og Grindavík leiddi eftir fyrsta hluta 19-25.
Grindavík hélt pressunni áfram framarlega og græddu lítið og Snæfell komst strax yfir 30-25 með 11-0 áhlaupi. Grindvíkingar sofnuðu í sóknum sínum á meðan varnarjaxlinn vaknaði í Snæfell. Grindavík náði sér aðeins til baka og staðan var 34-33 um miðjann annann hlutann fyrir Snæfell og leikurinn "neck to neck" en Hlynur Bæringsson var að éta fráköstin. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði jafnt og þétt en Snæfell komst svo í 41-35 og var að leysa sóknirnar betur.
Ingvaldur Magni átti svaka blokk á Nick sem féll svo í skuggann á stolnum bolta frá Brenton sem tróð með látum svo að tekin séu út tilþrif í fyrr hálfleik. Grindavík fór mikinn í pressu sinni og uppskáru jöfnunarkörfu 41-41 á síðustu sekúndum þar sem Þorleifur stal eftir innkast Snæfellinga en Snæfell leysti sín mál og Atli Rafn setti lokakörfuna og Snæfell leiddi í hörkuleik 43-41 í hálfleik.
Hjá Snæfelli var Hlynur kominn með 10 stig og 9 fráköst. Siggi Þorvalds var með 8 stig ásamt Nonna Mæju og Luc Wagner hafði sett 7 stig. Hjá gestunum gulu úr Grindavík var Nick Bradford kominn með 10 stig. Páll Kristins með 8 stig. Helgi Jónas og Guðlaugur 6 stig hvor.
Siggi Þorvalds byrjaði á að hitta úr öðru vítaskoti sem Snæfell fengu eftir tæknivillu á Grindavíkurmótmæli mikil. Snæfell átti svo boltann og áðurnefndur Siggi setti þá einn þrist strax og Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn 47-41. Framan af þriðja hluta var mikið um mistök allra aðila á vellinum og leikurinn frekar mikið í járnum og lítið skorað því eftir 5 mín leik var 7-4 fyrir Snæfell. Grindavík stuðaði Snæfell á pressu og komust nær 51-50 eftir góðar ferðir á vítalínuna og Grindavík jafnaði svo 53-53 eftir stórþrist frá Guðlaugi.
Snæfellingar máttu heppnir heita að Grindavík var ekki að setja góð skot ofan í á köflum en Snæfell missti boltann illa í pressunni. Fáranlegur leikur var í gangi og ekkert að skilja liðin að en Helgi Jónas átti eina svakalegustu körfu leiksins eftir að hafa næstum misst boltann náði hann síðasta skoti þriðja hluta með snúning og fyrir aftan miðju kastaði hann spjaldið ofan í og Grindavík leiddi 60-65 fyrir lokaátökin.
Grindavík var hressara liðið til að byrja með og komst í 10 stiga forystu 64-74 og Snæfellingar urðu þungir í sóknum sínum á móti góðri vörn Grindavíkur. Grindavík var að vilja þetta meira þegar Þorleifur setti þrist og staðan varð 68-81 fyrir Grindavík og 4 mín eftir. Snæfellingar voru hreinlega að missa allt frá sér og voru að ströggla mikið við pressuna frægu og hentu frá sér sóknum hvað eftir annað. Grindavík hélt sér við efnið og voru einbeittir þegar þeir komust í 15 stiga mun 70-85. Tíu stig skildu liðin af þegar 19 sekúndur voru eftir 75-85 og vonlítið fyrir Snæfell að komast inn í leikinn aftur og Grindavík hafði sigur 75-85 og komnir í úrslitarimmuna gegn KR og verður gríðargaman fyrir ykkur að fylgjast með gangi mála í úrlitakeppni Iceland Express hér á Karfan.is.
Texti: Símon B. Hjaltalín.



