spot_img
HomeFréttirGrindavík í undanúrslit: Erfiður sigur sagði Igor

Grindavík í undanúrslit: Erfiður sigur sagði Igor

20:00
{mosimage}

(Tiffany gerði KR skráveifu í dag með stórgóðum leik) 

Grindavíkurkonur eru komnar áfram í undanúrslit Lýsingarbikarsins eftir frækinn 93-80 sigur á KR en liðin mættust í Röstinni í Grindavík í dag. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið mest allan leikinn og undir lokin þegar KR virtist vera að vinna sig inn í leikinn bættu gular um betur og innbyrtu góðan sigur. 

,,Þetta var erfiður sigur og ég vil óska leikmönnum mínum til hamingju með sigurinn þar sem þær stóðu sig frábærlega. Þá vil ég líka óska KR til hamingju með góðan leik þar sem þær börðust líka af miklu krafti,” sagði Igor Beljanski þjálfari Grindavíkurkvenna, kátur í leikslok. 

,,Það er alltaf gaman að spila á móti KR og kvennaliðið verður í vetur eitt af þremur liðum ásamt Grindavík og Keflavík sem verða í toppbaráttunni. Við vorum heppnar að þessu sinni að fá heimavöll og ég var mjög ánægður með varnarleikinn hjá mínu liði og við hreyfðum boltann líka vel í sókninni,” sagði Igor en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 37-29 Grindavík í vil þar sem bæði lið skiptust á því að skora að vild. Petrúnella Skúladóttir setti niður þrist um leið og flautan gall í upphafsleikhlutanum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. 

{mosimage}

(Ingibjörg Jakobsdóttir)

Heldur hægðist á leiknum í öðrum leikhluta þar sem Grindavík vann leikhlutann 12-11. Varnir beggja liða tóku þá við sér og Sigrún Ámundadóttir, KR, og Tiffany Robertson, Grindavík, fengu báðar sína þriðju villu í leiknum. Liðin héldu því til leikhlés í stöðunni 49-40 Grindavík í vil. 

Gestirnir úr Vesturbænum komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og gerðu 7 stig gegn 2 frá Grindavík fyrstu þrjár og hálfa mínútuna. Það var svo Sigrún Ámundadóttir sem kom KR yfir í fyrsta sinn í leiknum í langan tíma þegar hún breytti stöðunni í 60-61 með góðu teigskoti. Petrúnella Skúladóttir fékk sína fjórðu villu hjá Grindavík í leikhlutanum og Tiffany Robertson gerði flautukörfu fyrir Grindavík til að minnka muninn í 62-63 fyrir KR fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. 

Í upphafi fjórða leikhluta fékk Monique Martin sína fjórðu villu hjá KR og varð að hafa nokkuð hægt um sig í vörninni. Grindvíkingum óx ásmegin í leiknum og þegar 1.20 mín. voru til leiksloka setti Joanna Skiba niður sannkallaðan líkkistunagla fyrir Grindavík. Þriggja stiga karfa af löngu færi hjá Skibu breytti stöðunni í 84-75 fyrir Grindvík og KR náði ekki að vinna þann mun niður áður en flautan gall. 

Töluverðu munaði um sterka innkomu á lokasprettinum hjá Ingibjörgu Jakobsdóttur í Grindavíkurliðinu sem gerði stórar körfur í loka fjórðungnum. Ingibjörg gerði 10 stig fyrir Grindavík í dag en Tiffany Robertson var stigahæst hjá gulum með svakalegan leik. Hún gerði 36 stig, tók 21 frákast og gaf 7 stoðsendingar. Frábær leikur hjá Robertson sem var allt í öllu í Grindavíkurliðnu og voru samherjar hennar duglegir að finna hana í teignum. 

Monique Martin átti stórleik fyrir KR í dag með 49 stig fyrir KR, 10 fráköst og 2 stolna bolta. Næst henni var Hildur Sigurðardóttir með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. 

Gangur leiksins:

33-29, 37-29, 41-33,41-36,49-40, 51-47, 62-63, 69-65, 84-75, 93-80. 

[email protected]

{mosimage}

(Grindavíkurkonur fögnuðu sigri sínum á KR vel og innilega í Röstinni í dag)

Fréttir
- Auglýsing -