spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaGrindavík hélt voninni um sæti í úrslitakeppni lifandi með öruggum sigri gegn...

Grindavík hélt voninni um sæti í úrslitakeppni lifandi með öruggum sigri gegn Fjölni

Grindavík lagði Fjölni í kvöld í Subway deild kvenna, 94-79.

Eftir leikinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Fjölnir er í 6. sætinu með 8 stig.

Heimakonur í Grindavík voru með yfirhöndina frá fyrstu mínútu leiksins. Leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-14. Bættu svo enn við forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks, en þegar liðin heældu til búningsherbergja var Grindavík 17 stigum yfir, 50-33.

Í upphafi seinni hálfleiksins má segja að heimakonur hafi svo gert út um leikinn. Vinna þann þriðja með 7 stigum og eru því 24 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerir Fjölnir ágætlega, en holan sem þær höfðu grafið sér fyrr í leiknum var einfaldlega alltof djúp. Niðurstaðan að lokum mjög svo öruggur sigur Grindavíkur, 94-79.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Danielle Rodriguez með 22 stig, 5 fráköst og 12 stoðsendingar á meðan að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir dró vagninn fyrir Fjölni með 18 stigum, 13 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -