spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGrindavík hélt í við toppliðin með sigri gegn Tindastóli

Grindavík hélt í við toppliðin með sigri gegn Tindastóli

Topplið Grindavíkur í Bónus deild kvenna lagði Tindastól að velli í sjöttu umferð Bónus deildar kvenna í kvöld.

Grindvíkingar eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með fimm sigra líkt og KR og Njarðvík á meðan Tindastóll er í 8.-9. sætinu með einn sigur líkt og Ármann.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrsta fjórðung, en segja má að allt sem gerðist eftir það í leiknum hafi verið eign heimakvenna í Grindavík.

Hægt en örugglega bættu þær við forskot sitt frá öðrum leikhluta og út leikinn og gáfu þær gestunum úr Skagafirði fá tækifæri til að komast inn í hann. Tindastóll gerði þó ágætlega í þeim fjórða og eru óheppnar að ná ekki að gera þetta að leik á lokamínútunum, en niðurstaðan að lokum var nokkuð öruggur sigur Grindavíkur, 82-68.

Stigahæstar fyrir Grindavík í leiknum voru Ellen Nystrom með 26 stig og Abby Beeman með 20 stig.

Fyrir Tindastól var stigahæst Madison Sutton með 19 stig og Oceane Kounkou var henni næst með 18 stig.

Tölfræði leiks

Grindavík: Ellen Nystrom 26/7 fráköst, Abby Claire Beeman 20/7 fráköst/11 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 17, Farhiya Abdi 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/13 fráköst/4 varin skot, Þórey Tea Þorleifsdóttir 2, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0.


Tindastóll: Madison Anne Sutton 19/13 fráköst, Oceane Kounkou 18, Marta Hermida 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Alejandra Quirante Martinez 7, Brynja Líf Júlíusdóttir 3, Eva Run Dagsdottir 2, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2/4 fráköst, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 0, Emma Katrín Helgadóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -