spot_img
HomeFréttirGrindavík getur tryggt sig inn í undanúrslit í kvöld

Grindavík getur tryggt sig inn í undanúrslit í kvöld

Einn leikur fer fram í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld en þá eigast við Þór Þorlákshöfn og Grindavík kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-1 Grindavík í vil.
 
 
Grindvíkingum dugir sigur í kvöld til að tryggja sig inn í undanúrslitin en þrjú lið, KR, Njarðvík og Stjarnan hafa þegar tryggt sig þangað inn. Takist Þórsurum hinsvegar að jafna einvígið í kvöld þá verður oddaleikur í Röstinni á fimmtudag.
 
Einvígi Grindavíkur og Þórs:
 
Leikur 3: Grindavík 87-67 Þór Þorlákshöfn
Leikur 2: Þór Þorlákshöfn 98-89 Grindavík
Leikur 1: Grindavík 92-82 Þór Þorlákshöfn
  
Mynd/ [email protected] – Jóhann Árni Ólafsson og Grindvíkingar mæta Þór í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -