spot_img
HomeFréttirGrindavík bætir við sig fyrrum EuroLeague leikmanni

Grindavík bætir við sig fyrrum EuroLeague leikmanni

Grindvíkingar hafa samið við Litháann Valdas Vasylius sem er 203 cm hár miðherji og lék síðast með BC Šilutė í næst efstu deild í heimalandi sínu. Í fjórum leikjum með liðinu í vetur var hann með 17,8 stig og 8,3 fráköst að meðaltali í leik.

Valdas, sem er fæddur 1983, lék með liði Neptunas Klaipeda í EuroLeague tímabilið 2014-2015 þar sem hann var með 6,8 stig að meðaltali í leik í 10 leikjum. Auk heimalandsins þá hefur Valdas spilað sem atvinnumaður í Grikklandi, Póllandi, Rússlandi og Úkraínu.

Áður en atvinnumannaferillinn hófst stundaði hann nám í mennta- og háskóla í Bandaríkjunum en hann lék með Old Dominion háskólanum á árunum 2003 til 2007.

Næsti leikur Grindavíkur í Domino’s deildinni er úti á móti Haukum næstkomandi fimmtudag.

https://www.facebook.com/korfuknattleiksdeildgrindavikur.grindavik/posts/2321084244888424
Fréttir
- Auglýsing -