spot_img
HomeFréttirGrindavík af botninum eftir öruggan sigur á Njarðvík

Grindavík af botninum eftir öruggan sigur á Njarðvík

Tveimur leikjum af fjórum er nú lokið í Dominos deild kvenna. Snæfell komst aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í Stykkishólmi. Sigur Snæfels var aldrei í hættu og var munurinn á liðunum síst of lítill. Lokatölur 75-63 fyrir Snæfell, Aaryn Ellenberg var frábær í liði Snæfels með 31 stig og 7 fráköst. 

 

Njarðvík tók á móti botnliði Grindavíkur á heimavelli og ætlaði að halda uppteknum hætti frá síðasta sigri á Stjörnunni. Allt kom fyrir ekki og Grindavík gjörsamlega valtaði yfir Njarðvík 59-85. Ashley Grimes átti góðan leik fyrir Grindavík en hin magnaða Carmen Tyson-Thomas átti ekki sinn besta leik og var 0/13 í þriggja stiga í leiknum.

 

Leikir Skallagríms – Keflavíkur og Vals-Stjörnunnar eru nú í gangi. Nánari umfjöllun um leiki dagsins eru væntanlegar á Karfan.is í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -