spot_img
HomeFréttirGrindavík á toppinn: Paxel áfram í bullinu! (Umfjöllun)

Grindavík á toppinn: Paxel áfram í bullinu! (Umfjöllun)

23:13
{mosimage}

(Paxel er sjóðheitur og setti 37 stig í kvöld)

Landsliðsmaðurinn Páll Axel Vilbergsson slær hvergi slöku við með Grindavíkurliðinu en í kvöld sökkti hann 37 stigum og tók 8 fráköst þegar Grindavík lagði Þór Akureyri 108-87. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur komst þannig að orði um daginn að Páll Axel væri í ,,bullinu“ þar sem hann hefur farið á kostum og bullið hans heldur áfram. Grindavík er nú á toppi deildarinnar með 8 stig en KR er í 2. sæti með 6 stig og á leik til góða gegn FSu annað kvöld.

Í upphafi leiks skiptust liðin á því að skora og Páll Axel lét vel að sér kveða strax í upphafi með 11 stig í 1. leikhluta sem lauk í stöðunni 27-26 fyrir Grindavík. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og voru gestirnir að Norðan ekki á þeim buxunum að láta Grindvíkinga stinga sig af og staðan í háflelik var 54-54. Páll Axel var með 22 stig í liði Grindavíkur í hálfleik og Cedric Isom með 17 fyrir Þór Akureyri.

Um miðjan þriðja leikhluta fór að skilja á milli liðanna þegar Grindavík náði 10 stiga forystu 67-57. Grindvíkingar voru að pressa og lagðist það illa í Norðanmenn sem misstu boltann þrisvar í röð upp í hendurnar á hinum fima Brenton Birmingham. Grindvíkingar gerðu 32 stig gegn 11 frá Þór í leikhlutanum og staðan því 86-65 fyrir fjórða leikhluta.

{mosimage}
(Brenton brýtur sér leið að körfu Þórsara)

Í fjórða leikhluta voru það heimamenn sem héldu fengnum hlut og sigldu inn í öruggan 108-87 sigur en leikmenn beggja liða gerðust sekir um nokkur röfl og fát og sást nokkuð magn af tæknivillum í kjölfarið. Og að leik loknum var svo Arnari Frey Jónssyni vikið úr húsi og verður hann því að öllum líkindum í banni gegn KR á fimmtudag.

Eins og fyrr greinir var Páll Axel Vilbergsson með 37 stig og 8 fráköst og er hann stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,6 stig að meðaltali í leik. Cedric Isom lauk leik með 21 stig fyrir Þór sem þýðir að kappinn skoraði aðeins 4 stig í seinni hálfleik. Næstur Cedric í Þór var Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson með 17 stig og 12 fráköst. Páll Kristinsson var næstur nafna sínum í Grindavíkurliðinu með 12 stig.

Tölfræði leiksins
http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0xNSZvX2xlYWc9MiZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0xMzE=

Texti: Alma Rut Garðarsdóttir
Myndir: Þorsteinn G. Kristjánsson –
www.saltytour.com

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -