spot_img
HomeFréttirGrindavík á topp deildarinnar

Grindavík á topp deildarinnar

09:52
{mosimage}

(Petrúnella Skúladóttir sækir að Lovísu Guðmundsdóttur) 

Í gærkvöldi komust Grindvíkingar á topp Iceland Express deildar kvenna eftir góðan 76-68 sigur á Val í Röstinni í Grindavík. Tiffany Robertson var enn eina ferðina stigahæst í liði Grindavíkur og nú með 23 stig og 11 fráköst. Hjá Val var Molly Peterman með 27 stig og 5 fráköst. Eftir sigurinn í gær hafa Grindvíkingar 24 stig á toppi deildarinnar en Keflavík hefur 22 stig í 2. sæti. Frá þessu er greint á www.vf.is  

Grindavík hóf leikinn af krafti og leiddi með 13 stiga mun, 23-10 að loknum fyrsta leikhluta. Valskonur náðu að svara fyrir sig í öðrum leikhluta sem þær unnu 16-20 og því gengu liðin til leikhlés í stöðunni 39-30 Grindavík í vil. 

Heimakonur voru mun sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og lögðu í honum grunn sinn að sigri í leiknum. Grindavík vann leikhlutann 22-12 en gular gáfu eftir í fjórða leikhluta sem Valur vann 26-15 og lokatölur því 76-68 eins og fyrr greinir. Þetta var níundi deildarsigur Grindavíkur í röð og ljóst að Grindavík ætlar sér mikla hluti á þessari leiktíð.  

Ásamt Robertson í Grindavíkurliðinu voru þær Joanna Skiba og Petrúnella Skúladóttir að leika vel. Skiba gerði 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Petrúnella var með 12 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Tinna B. Sigmundsdóttir lék vel fyrir Val í gær ásamt Molly Peterman en Tinna setti niður 16 stig og tók 4 fráköst. 

Tölfræði leiksins 

www.vf.is

Myndir: Þorsteinn G. Kristjánsson

{mosimage}

(Joanna Skiba)

Fréttir
- Auglýsing -