spot_img
HomeFréttirGrímuklæddur Grindvíkingur

Grímuklæddur Grindvíkingur

15:57

{mosimage}
(Íris með grímuna í leik gegn Haukum)

Íris Sverrisdóttir leikmaður Grindavíkur í Iceland Express-deild kvenna hefur vakið athygli í síðustu leikjum liðs síns. Íris skartar glæsilegrigrímu en hún þarf að leika með hana vegna nefbrots sem hún varð fyrir á æfing á dögunum.

,,Ég fékk hnefa frá liðsfélaga á æfingu og nefbrotnaði,” sagði Íris en hún fór í aðgerð á mánudag fyrir viku. Hún sagði að gríman angraði sig ekkert þó það væri frekar skrýtið að vera með grímuna þegar hún væri að spila. Íris þarf að spila og æfa með grímuna næstu þrjár vikur. 

Þessi frétt birtist í Víkurfréttum á Suðurnesjum.

Mynd: Víkurfréttir

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -