U20 ára landslið Íslands lá gegn Grikklandi í dag á æfingamótinu fyrir Evrópukeppnina. Lokatölur 54-71 þar sem Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson var atkvæðamestur með 11 stig í íslenska liðinu og þeir Kristinn Pálsson og Halldór Garðar Hermannsson bættu báðir við 9 stigum.
Á heimasíðu KKÍ má nálgast neðangreinda lýsingu frá leik dagsins:
Okkar strákar byrjuðu mjög vel og náðu forystu í 1. leikhluta en Grikkirnir náðu að jafna áður en honum lauk 16-16. Leikurinn hélst jafn fyrstu 3 mínúturnar í 2. leikhluta en þá náðu Grikkirnir forystu.
Staðan 29-38 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks gekk okkur illa að passa boltann og munurinn allt í einu kominn í 18 stig, 30-48. Fór mest í 19 stiga mun en staðan eftir 3 leikhluta 44-60.
Í 4. leikhluta var munurinn mestur 16 stig, en við komum muninum niðurstöður í 10 stig þegar 4 mínútur voru eftir en nær komumst við ekki. Lokastaðan 54-71.
Pössuðum boltann betur en gegn Spáni enda eins gott þar sem Grikkirnir eru með mjög sterkt lið. Stefnum á að bæta okkur enn frekar gegn Ítölum.