spot_img
HomeFréttirGrikkir og Króatar á Ólympíuleikana

Grikkir og Króatar á Ólympíuleikana

00:49

{mosimage}
(Papaloukas var að vanda öflugur í liði Grikkja)

Króatía og Grikkland tryggðu sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Peking með því að leggja Þýskaland og Púertó Ríkó að velli í Aþenu. Króatar unnu með sex stigum 76-70 og Grikkir voru vel studdir af áhorfendum á heimavelli en þeir lögðu andstæðinga sína auðveldlega 88-63.

Leikur Króatíu og Þýskalands var hörkuspennandi en Króatarnir reyndust sterkari á endasprettinum og unnu 76-70. Marko Tomas var stigahæstur Króatana með 21 stig en hjá Þýskalandi var Dirk Nowitzki með 30 stig og 13 fráköst.

Viðureign Grikkja og Púertó Ríkó var aldrei spennandi. Sex leikmenn Grikkja skoruðu 10 stig eða meira og einn þeirra var með 9 stig. Dimitris Diamantidis var stigahæstur með 15 stig og Theodoros Papaloukas skoraði 9 stig og gaf 10 stoðsendingar.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -