Veigar Hlynsson gerði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í dag þegar Ísland mátti sætta sig við 76-85 ósigur gegn Grikklandi á Evrópumóti U16 ára landsliða.
Um hörku leik var að ræða gegn Grikkjum í dag en Dúi Þór Jónsson bætti við 16 stigum og Júlíus Ágústsson 14. Á morgun er komið að lokaleik Íslands í riðlinum en þá mætir liðið Belgíu.