spot_img
HomeFréttirGrikkir kasta fyrirliðanum

Grikkir kasta fyrirliðanum

7:00

{mosimage}

Mihalis Kakiouzis er ekki í gríska hópnum 

Út um allan heim eru þjóðir að undirbúa sig fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Aþenu í Grikklandi í júlí. Heimamenn hafa valið 19 manna hóp sem hefur undirbúning þann 23. júní. Panagiotis Yannakis þjálfari liðsins valdi ekki þrjá menn sem hafa leikið lengi með liðinu, þar á meðal fyrirliðann Mihalis Kakiouzis.

Kakiouzis boðaði til blaðamannafundar eftir að valið var kunngjört og sagði að hann skildi ekki þessa ákvörðun en hann virti hana. Þá sagði hann að hann væri alltaf til þjónustu reiðubúinn ef landsliðið kallaði.

Hinir tveir sem Yannakis valdi ekki voru þeir Nikos Hatzivrettas og Lazaros Papadopoulos en þeir völdu báðir að hætta að sjálfsdáðum.

Yannakis valdi hinn unga og efnilega Kostas Koufos í liðið en hann var valinn verðmætasti leikmaður Evrópukeppni U18 ára liða á síðasta ári og er þessi 216cm hái leikmaður í NBA valinu þetta árið.

Kostas Tsartsaris fyrrum leikmaður Grindavíkur er í gríska landsliðinu eins og undanfarin ár.

Grikkir leika með Líbönum og Brasilíumönnum í riðli í forkeppninni.

[email protected]

Mynd: www.viewimages.com

Fréttir
- Auglýsing -