spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaGríðarlega öruggur 28 stiga sigur Keflavíkur gegn Grindavík

Gríðarlega öruggur 28 stiga sigur Keflavíkur gegn Grindavík

Keflavík lagði Grindavík í kvöld í A deild Subway deildar kvenna, 85-67.

Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 34 stig á meðan að Grindavík er í 3. sætinu með 24 stig.

Heimakonur í Keflavík er fljótar að komast í forystu í leiknum, en eftir um fimm mínútna leik leiða þær með 10 stigum. Grindavík nær þó að halda þessu í leik út fyrsta fjórðunginn, en að honum loknum er munurinn 4 stig, 23-19. Keflavík bætir svo enn í undir lok fyrri hálfleiksins og eru 13 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 52-39.

Segja má að heimakonur hafi svo gert útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Með sterkum 20-12 þriðja leikhluta ná þær að keyra forystu sína í 21 stig fyrir lokaleikhlutann, 72-51. Í honum gera þær svo nóg til að sigra leikinn gífurlega örugglega að lokum, 95-67.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Sara Rún Hinriksdóttir með 19 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Daniela Wallen með 10 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Grindavík var Sarah Sofie Mortensen atkvæðamest með 15 stig og 14 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -