spot_img
HomeFréttirGríðarleg gleði

Gríðarleg gleði

Eini nýliðinn í landsliðshópi Sergio Scariolo er hinn fjölhæfi Fernando San Emeterio leikmaður Spánarmeistara Caja Laboral. Var hann valinn í stað Carlos Suarez í landsliðshóp Spánar en heimsmeistararnir stefna á að verja titilinn sem þeir unnu svo eftirminnilega í Japan árið 2006.
San Emeterio sagði að það veitti honum gríðarlega gleði að vera valinn en hann er búinn að eiga frábært ár. Varð meistari með Caja Laboral frá Vitoria en liðið vann Barcelona í ótrúlegri úrslitarimmu. ,,Fyrir mig hefur þetta ár verið magnað. Fyrir 12 mánuðum var næstum því á leiðinni frá Vitoria en nú er ég í hópnum sem ætlar að verja heimsmeistaratitilinn,” sagði hann og bætti við. ,,Undanfarin ár hugsaði ég með mér að ég ætti smá möguleika að komast í liðið en eins og tímabilið hófst núna í fyrra hvarflaði það ekki að mér að ég væri á leiðinni á HM:”
 
Hinn 26 ára gamli framherji sagði að með mikill vinnu og smá heppni hefði tímabilið hjá honum verið farsælt og er þetta ár sem hann gleymir seint.
 
 
 
Mynd: Fernando San Emeterio hefur átt frábært tímabil.
 
Fréttir
- Auglýsing -