Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Þórs úr Þorlákshöfn, Grétar Inga Erlendsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Þór heimsækir lið Hauka í fyrsta leik 8 liða úrslita Dominos deildarinnar kl. 19:15 og er leikurinn í beinni útsendingu á HaukarTV.
Grétar:
"Ég er algjör alæta á tónlist og töluvert margt sem getur komið manni í gírinn. Eftirfarandi lög eru þó í sérstöku uppáhaldi fyrir leiki"
Murr Murr – Mugison
Þá sérstaklega rokkaða útgáfan.
We are your friends – Justice.
Seven days – Mighty Oaks.
The gardener – Tallest man on earth.
Bored – Deftones
Þessi endalausir vegur – Jónas Sigurðsson
Þess má geta að það verður enginn svikinn af því að sjá þann meistara live.
Ooh la la með the Wiseguys.
Síðasta lagið sem ég vill nefna er mesta pepplag sögunnar og hefur fylgt mér síðan í yngri flokkum. Þetta var eiginlega þjóðsöngur okkar frá ca 9. Flokki og held ég að við höfum bara ekki tapað leik ef þetta heyrðist í græjunum í upphitun, slík var stemmningin í liðinu. Það kemst enginn hjá því að dilla sér þegar þetta fer í gang.
S/O á Billa, Svan, Finn, Hemma, Trölla, Otra, Begga, Gísla og alla hina meistarana sem spiluðu með mér upp yngri flokkana.



