spot_img
HomeFréttirGrétar frá líklega fram að jólum

Grétar frá líklega fram að jólum

Þór Þorlákshöfn verður að fella sig við fjarveru Grétars Inga Erlendssonar fram að jólum líklega en þann 26. október næstkomandi er Grétar á leið í aðgerð vegna ökklameiðsla.

„Þetta var að koma í ljós núna að þegar ég missteig mig á móti Tindastól í úrslitakeppninni í fyrra braut ég eitthvað bein í ökklanum. þetta bein er laust og strýkst upp við sinar á þessu svæði og er að valda bólgum og verkjum og hef ég því ekkert getað beitt mér hvorki á landsliðsæfingum í sumar né núna á undirbúningstímabilinu. Ég fer í aðgerð núna 26. október og er að vona að ég verði klár í slaginn í lok janúar,“ sagði Grétar í samtali við Karfan.is í dag.

Grétar fékk þessi tíðindi bara í gær og sagði þau áfall: „Ég er ennþá bara að vinna úr þessu, gríðarlegt áfall eftir gengi síðasta tímabils.“

Það þarf svo sem ekkert að fjölyrða um mikilvægi Grétars í herbúðum Þórsara en hann var með 15,2 stig, 6,6 fráköst og tæpa 17 punkta í framlag að meðaltali í leik á síðasta tímabili svo það er stórt skarð sem liðsfélagar hans þurfa að fylla fram að nýja árinu.

Fréttir
- Auglýsing -