spot_img
HomeFréttirGréta: Uppbyggingin tekur tíma

Gréta: Uppbyggingin tekur tíma

13:53
{mosimage}

(Gréta í frákastabaráttunni í gær) 

Gréta M. Grétarsdóttir er spilandi þjálfari nýliða Fjölnis í Iceland Express deild kvenna. Hún hefur áður leikið með og þjálfað hjá KR og segir Fjölni ungt lið og að nokkurn tíma taki að byggja upp gott lið í úrvalsdeild. 

Fjölnir lá gegn Val í gærkvöldi 89-70 í Vodafonehöllinni en Gréta segir að styrkleika vanti í teiginn hjá Fjölni. 

,,Við spiluðum ekki nógu líkamlega gegn Val. Þær spila mun líkamlegri bolta en við og við þurfum að verða sterkari. Undir lok leiksins klikkum við á of mörgum vítum og Valur fær á móti auðveldar körfur og klárar leikinn,” sagði Gréta en á kafla í fjórða leikhluta munaði aðeins tveimur stigum á liðunum en Valur hafði að lokum 19 stiga sigur. 

,,Það er einn leikmaður hjá okkur frá Makedóníu sem er mjög sterkur en við erum eina liðið í deildinni sem er ekki með kana. Við höfum því ekki jafn sterkan leikmann og önnur lið til að leita til þegar okkur vantar einhvern til að taka af skarið.” Gréta er einn elsti og reynslumesti leikmaður liðsins og tók við þjálfun þess þegar Nemanja Sovic gekk í raðir Breiðabliks fyrr á þessari leiktíð. ,,Fjölnir er ungt lið og þetta er kannski svona tilraunastarfsemi hjá okkur. Við vissum það fyrir mót að við vorum ekki líklegar til afreka í deildinni og það gerði stjórnin sér einnig grein fyrir. Það tekur tíma að byggja þetta upp og ýmsu er ábótavant en þetta kemur með tíð og tíma,” sagði Gréta í samtali við Karfan.is að leik loknum í Vodafonehöllinni í gær.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -