spot_img
HomeFréttirGréta: Ekki fá menn reynslu af því að sitja á bekknum

Gréta: Ekki fá menn reynslu af því að sitja á bekknum

06:00

{mosimage}
(Gréta lék 23 leiki fyrir Grafarvogsliðið á síðustu leiktíð)

Gréta María Grétarsdóttir mun ekki stjórna Fjölnisstúlkum í Iceland Express-deildinni næsta vetur en hún var spilandi þjálfari í Grafarvoginum síðasta vetur. Hún mun þó halda áfram að leika með liðinu og er nokkuð spennt fyrir vetrinum.

,,Það fer ekki saman að vera leikmaður og þjálfari nema maður er með einhvern með sér á bekknum í öllum leikjum,” sagði Gréta sem tók við liðinu síðastliðinn nóvember eftir að Nemanja Sovic, þjálfari liðsins yfirgaf Fjölni, og gekk til liðs við Breiðablik.

,,Síðasta vetur ætlaði ég aldrei að vera spilandi þjálfari en ég tók við liðinu þegar Nem (Nemanja Sovic) hætti og það gekk erfiðlega að fá þjálfara. Ég var búin að gera þetta áður og ætlaði aldrei að gera aftur en svo kom upp þessi staða og maður varð bara að leggja sitt af mörkum,” sagði Gréta en hún var spilandi þjálfari KR frá 2003-05.

Varðandi næsta vetur sagði hún að unnið væri að því að finna nýjan þjálfara og kjölfarið á því myndu leikmannamál skýrast en hún sagði ekki mikið um mannabreytingar. Liðið hafi fengið ómetanlega reynslu á síðasta vetri sem væri góður grunnur fyrir næsta tímabil. ,,Þetta er ungt félag og mfl. kvenna hefur aðeins verið starfandi í þrjú ár. Við fengum gríðarlega reynslu á síðasta vetri en við þurfum að styrkja hópinn. Þær stelpur sem vilja fá að spila og eru kannski níundu eða tíundu leikmenn hjá sínum félögum ættu að horfa til okkar þar sem þær fá að spila og ná sér í reynslu. Ekki fá menn reynslu af því að sitja á bekknum.”

Gréta lék 23 leiki fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og skoraði 9.3 stig og tók 9.9 fráköst í leik.

Liðið vann 1 leik og tapaði 23 en það var eina félagið sem var ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -