Ekki á af miðherjanum Greg Oden að ganga en hann er sennilega úr leik það sem eftir lifir tímabils eftir að hafa brotið á sér hnéskel.
Oden, sem var valinn með fyrsta valrétti í nýliðavalinu 2007 missti af fysta ári sínu vegna meiðsla og svo 20 leikjum í fyrra, en var að ná sér á strik sem byrjunarliðsmaður hjá Blazers í ár þegar áfallið reið yfir á aðfararnótt sunnudags.
Ekki var þetta til að kveða niður álit margra að Blazers hafi gert mistök með því að velja hann fram fyrir Kevin Durant, sem er óðum að festa sig í sessi sem einn af betri framherjum deildarinnar.
Ekki er enn ljóst hvort Oden náði síðustu leikjum liðsins í vor, en hann fer í aðgerð á næstunni.
Mynd/AP