spot_img
HomeFréttirGreen rekinn frá Hetti

Green rekinn frá Hetti

23:37
{mosimage}

(Jeff Green)

Höttur sem leikur í 1. deild hefur rift samningi við ný-sjálenska körfuknattleiksþjálfarann Jeff Green. Stefán Bogi Sveinsson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, segir ástæðuna vera tvíþætta, gengishrun og að Green hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. www.austurglugginn.is greinir frá þessu.

„Í fyrsta lagi hefur gengisþróun verið með þeim hætti að samningar við erlenda leikmenn og þjálfara hafa orðið dýrari en gert var ráð fyrir í áætlun og ljóst að einhvers staðar yrði að skera niður. Hins vegar var óánægja hjá stjórninni með Green því hann var ekki kominn til landsins og ekki stýrt liðinu á undirbúningstímabilinu. Þegar þetta tvennt var lagt saman var niðurstaðan þessi.“

Ekki er ljóst hver tekur við þjálfun liðsins en Stefán segir að vinna verði hratt í því þar sem fyrsti leikur liðsins er gegn Haukum á Egilsstöðum á laugardag.

Lesa fréttina í heildsinni á heimasíðu Austurgluggans:
http://www.austurglugginn.is/index.php/20081006773/Fljotsdalsherad/Ymislegt/Green_rekinn

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -