spot_img
HomeFréttirGrátlegt eins stigs tap fyrir Bretlandi

Grátlegt eins stigs tap fyrir Bretlandi

 

Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Í dag tapaði liðið fyrir Bretlandi, 42-43, í umspili upp á sæti 17-20. Næsti leikur liðsins er gegn Noregi og upp á það hvort liðið verður í 19. eða 20. sæti mótsins.

 

Eins og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins spennandi. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland með einu stigi, 9-8. Undir lok fyrr hálfleiksins ná íslensku stelpurnar svo að vera aðeins á undan þeim bresku, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þær með 6 stiga forystu, 24-18.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins gera þær svo vel með að halda í þessa forystu. Eftir þrjá leikhluta var forysta þeirra 7 stig, 36-29. Í byrjun fjórða gerðu þær bresku svo gott áhlaup og skora fyrstu 8 stig leikhlutans. Voru því komnar yfir, 36-37, þegar hlutinn var um það bil hálfnaður. 

 

Leikurinn var svo stál í stál allt fram á lokasekúndurnar, en undir lokin, í stöðunni 41-43 með 2 sekúndur eftir fær íslenska liðið tvö víti. Þær skora úr því fyrra, en brenna af því seinna og klukkan rennur út í kjölfarið. Fór svo að lokum að Bretland sigraði leikinn 42-43.

 

Atkæðamest í íslenska liðinu var Ásta Gímsdóttir með 8 stig, 17 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot á þeim rúmu 32 mínútum sem hún spilaði.

 

Hérna er tölfræði leiksins

 

 

 

 

Hérna er leikur dagsins:

 

Fréttir
- Auglýsing -