Körfuboltabúðir KFÍ standa nú yfir á Ísafirði en búðirnar eru venju samkvæmt íburðarmiklar með reyndum þjálfurum. Heimamenn á Ísafirði fylgja gangi mála vel eftir enda uppselt í búðirnar þar sem 80 körfukrakkar slípa sig til í boltanum.
Á morgun verða t.d. hjónin Jón Oddsson og Marta Ernstdóttir með fyrirlestra í búðunum og þá hafa mýmörg viðtöl verið tekin við gesti og gangandi ásamt almennum myndum og fréttum frá búðunum. Allt þetta og miklu meira á www.kfi.is
Ljósmynd/ www.kfi.is – Stólarnir Kári Marísson og Rakel Rós létu sig ekki vanta í búðirnar á Ísafirði.



