spot_img
HomeFréttirGrannarimmurnar rjóminn í íslenskum körfuknattleik

Grannarimmurnar rjóminn í íslenskum körfuknattleik

14:50 

{mosimage}

 

(Sæmundur Jón Oddsson) 

 

Sæmundur Jón Oddsson varð árið 2001 að hætta körfuknattleiksiðkun sökum álagsmeiðsla en þá var hann einhver frambærilegasti leikmaður þjóðarinnar. Aðeins 18 ára gamall var hann farinn að láta vel að sér kveða í sterku liði Keflavíkur og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu árið 1999. Sæmundur lagði körfuboltaskóna á hilluna en hefur nú dustað rykið af þeim og leikur með Ármanni/Þrótt í 1. deild karla. Í vor útskrifast hann sem læknir frá Háskóla Íslands en Víkurfréttir náðu tali af Sæmundi sem segir tímann sinn hjá Keflavík hafa verið einstaklega skemmtilegan.

 

,,Ég fékk erfiða gerð af álagsmeiðslum sem urðu til þess að ég fékk sprungur í bein fótleggja ásamt krónískum bólgum. Þetta var fyrirbæri sem kemur stundum fyrir hjá maraþonhlaupurum og olli því að ég varð að leggja skóna á hilluna,” sagði Sæmundur sem á fjöldan allan af unglingalandsliðsleikjum að baki sem og glæstan feril með 1981 árgangi Keflavíkur sem hrifsaði til sín flest allt gull sem tönn á festi undir stjórn Jóns Guðbrandssonar. ,,Þetta var skemmtilegur tími, við vorum sterkur árgangur og alla tíð heppnir með þjálfara.” sagði Sæmundur og ber lof á það góða fólk sem vinnur mikilvæga sjálfboðavinnu í kringum körfuknattleikinn. Sæmundur sem lék alls 100 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og minnist sérstaklega á nágrannarimmurnar við Njarðvík.

 

Lesa viðtalið í heild sinni á www.vf.is – eða með því að smella hér.

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

 

 

Fréttir
- Auglýsing -