spot_img
HomeFréttirGrannarimma í Grindavík

Grannarimma í Grindavík

10:42 

{mosimage}

 

 

(Clemmons farinn frá Grindavík og leikur því ekki með í kvöld gegn Keflavík) 

 

Í kvöld lýkur 21. umferð í Icleand Express deild karla í körfuknattleik þegar Grindavík tekur á móti Keflavík og KR heldur norður í land og mætir Tindastól á Sauðárkróki. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Þá fer einn leikur fram í Iceland Express deild kvenna þegar ÍS tekur á móti Breiðablik í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík.

 

Grindvíkingar eiga enn möugleika á því að ná fimmta sætinu af Keflavík í deildinni en fjögur stig skilja liðin að. Keflavík hefur 24 stig en Grindavík 20 og eru þeir í 6. sæti deildarinnar. Í fyrri leik liðanna í Sláturhúsinu hafði Keflavík betur 90-86 svo ef Grindavík ætlar sér 5. sætið verða þeir að vinna Grindavík í kvöld með 5 stiga mun eða meir, vinna leik sinn í síðustu umferðinn og Keflavík að tapa í síðustu umferðinni. Calvin Clemmons var um helgina sendur heim frá Grindvíkingum og leikur hann ekki meira með liðinu en Grindavík getur ekki bætt við sig leikmanni í stað Clemmons og því gæti teigurinn orðið nokkuð áhyggjuefni hjá þeim gulu. Keflvíkingar leika í kvöld án Arnars Freys Jónssonar sem er meiddur en hann fer í myndatöku í kvöld og þá skýrist hvort hann verði eitthvað meira með Keflavík á þessari leiktíð. Jón N. Hafsteinsson verður með Keflavík en hann fór af velli meiddur í síðasta leik sem og Bandaríkjamaðurinn Tony Harris. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, gerði ráð fyrir því að Harris myndi hita upp með liðinu í kvöld en ef hann myndi spila þá yrði það örugglega eitthvað lítið.

 

KR hafði nokkuð öruggan sigur á Tindastól þegar liðin mættust í DHL-Höllinni 109-89 í desember í fyrri leik liðanna í deildinni. Stólarnir hafa verið á fínu róli að undanförnu og hafa komið nokkuð óvart í tveimur Suðurnesjaleikjum. Tindastóll lá gegn Grindavík og Keflavík á Suðurnesjum í síðustu tveimur leikjum fyrir sunnan. Ósigrarnir voru ekkert til að skammast sín fyrir og enn er von fyrir Stólana að komast í úrslitakeppnina svo KR gæti átt von á grimmilegri mótspyrnu í kvöld. KR berst hart um 2. sætið í deildinni en KR, Skallagrímur og Snæfell hafa öll 32 stig í deildinnni en með sigri í kvöld kemst KR í 2. sætið og upp fyrir Vesturlandsliðin.

 

Í Iceland Express deild kvenna er orðið ljóst að Haukar og ÍS mætast í undanúrslitum og í hinum leiknum mætast Grindavík og Keflavík. Breiðablik getur tryggt veru sína í deildinni í kvöld með sigri en þær hafa tveggja stiga forskot á Hamar sem er á botni deildarinnar. Síðast þegar ÍS og Breiðablik áttust við hafði ÍS stórsigur á Blikum 63-95 í Smáranum.

Fréttir
- Auglýsing -