spot_img
HomeFréttirGrannaglíma opnar risa körfuboltahelgi í Reykjanesbæ!

Grannaglíma opnar risa körfuboltahelgi í Reykjanesbæ!

Keppni í Domino´s-deild karla hefst á nýjan leik í kvöld eftir landsleikjahlé. Þrír leikir eru á boðstólunum og er það suðvesturhorn landsins sem á gólfið í kvöld. Í Reykjanesbæ mætast grannaliðin Keflavík og Njarðvík í TM-Höllinni og þar verður án nokkurs vafa selt sig dýrt. Allir þrír leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15:

Keflavík – Njarðvík
Haukar – Stjarnan
Grindavík – ÍR

Í Keflavík verður vafalítið mikið um dýrðir enda Reykjanesbær að keyra sig upp í hið árlega Nettómót og þetta stærsta barnakörfuboltamót landsins fær engan smá opnunarleik með úrvalsdeildarslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Keflvíkingar hafa haft granna sína í vasanum síðustu tímabil og unnu fyrri leikinn þetta tímabilið 81-85 í Ljónagryfjunni. Njarðvík er um þessar mundir í 5. sæti deildarinnar með 22 stig en Keflavík í 8. sæti með 18 stig og liðin koma með ólíkum hætti inn í leik kvöldsins. Njarðvíkingar að koma af versta ósigri á heimavelli síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984 og Keflvíkingar af öflugum útisigri gegn KR í síðustu umferð. Þessir „kontrastar“ ættu að kynda undir einhverju konfekti í kvöld.

Í Hafnarfirði er topplið Hauka með sex sigurleiki í röð í Schenkerhöllinni svo Stjörnunnar bíður ærinn starfi. Kári Jónsson er meiddur á fingri og þykir ekki líklegur í Haukabúning í kvöld Stjörnumenn að sama skapi hafa unnið tvo útileiki í röð með 20 stig í 7. sæti deildarinnar en Haukar á toppnum með 30 stig eins og kunnugt er. Þetta er ekki síður einskonar innansveitarkrónika eins og í Reykjanesbæ enda ekki nema spölkorn á milli Ásgarðs og Ásvalla.

Grindvíkingar taka svo á móti ÍR en átta stigum munar á liðunum í deildinni. ÍR í bullandi baráttu um deildarmeistaratitilinn með 28 stig í 2. sæti deildarinnar en Grindavík í 6. sæti með 20 stig. ÍR hefur unnið síðustu þrjá útileiki í röð en til að gera tilkall í deildarmeistaratitilinn eiga þeir svakalegt prógramm eftir gegn Grindavík í kvöld, gegn Haukum á heimavelli og í lokaumferðinni mætir ÍR Keflavík á útivelli.

Á morgun klárast svo þessi 20. umferð deildarinnar með eftirfarandi leikjum:

Þór Þorlákshöfn – Höttur
Þór Akureyri – Valur
Tindastóll – KR

Staðan í Domino´s-deild karla

Nr. Lið L U T S Stig/Fen +/- Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Haukar 19 15 4 30 1735/1505 230 91.3/79.2 8/1 7/3 93.2/78.7 89.6/79.7 5/0 9/1 +5 +6 +3 2/1
2. ÍR 19 14 5 28 1574/1503 71 82.8/79.1 7/3 7/2 82.6/79.4 83.1/78.8 3/2 7/3 +2 +1 +3 5/1
3. Tindastóll 19 14 5 28 1635/1498 137 86.1/78.8 7/2 7/3 92.0/76.0 80.7/81.4 4/1 7/3 +3 +3 +2 3/1
4. KR 19 13 6 26 1611/1457 154 84.8/76.7 8/2 5/4 85.1/73.3 84.4/80.4 3/2 7/3 -2 -1 -1 1/2
5. Njarðvík 19 11 8 22 1634/1612 22 86.0/84.8 6/4 5/4 85.8/84.4 86.2/85.3 3/2 6/4 -1 -1 +2 3/5
6. Grindavík 19 10 9 20 1675/1642 33 88.2/86.4 6/3 4/6 89.2/84.0 87.2/88.6 2/3 6/4 +1 -1 +1 3/2
7. Stjarnan 19 10 9 20 1616/1570 46 85.1/82.6 5/5 5/4 83.7/83.5 86.6/81.7 3/2 6/4 -1 -1 +2 2/1
8. Keflavík 19 9 10 18 1651/1643 8 86.9/86.5 3/6 6/4 91.4/90.2 82.8/83.1 2/3 3/7 +1 -6 +1 5/4
9. Þór Þ. 19 7 12 14 1545/1622 -77 81.3/85.4 4/5 3/7 82.4/79.9 80.3/90.3 2/3 4/6 -2 -2 -1 1/4
10. Valur 19 6 13 12 1596/1705 -109 84.0/89.7 4/6 2/7 86.7/89.7 81.0/89.8 1/4 2/8 +1 +1 -5 0/4
11. Þór Ak. 19 3 16 6 1459/1681 -222 76.8/88.5 2/7 1/9 78.7/86.7 75.1/90.1 0/5 1/9 -6 -7 -3 1/2
12. Höttur 19 2 17 4 1446/1739 -293 76.1/91.5 1/9 1/8 74.4/88.9 78.0/94.4 2/3 2/8 -1 -2 +1 1/0

Ljósmynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -