17:25
{mosimage}
Í gærkvöldi var Íslendingaslagur í dönsku 2. deildinni austur en þá áttust við Brønshøj og Glostrup og fór svo að Glostrup sigraði 74-62 eftir að jafnt hafði verið fyrstu þrjá leikhlutana.
Grétar Örn Guðmundsson lék sinn fyrsta leik með Brønshøj en hann var meiddur þegar liðið heimsótti BMS á dögunum. Grétar sem varla er búinn að æfa síðustu þrjár vikurnar skoraði 2 stig í gær og stal 6 boltum.
Kevin Grandberg er að þjálfa Glostrup annað árið í röð og leikur einni g með liðinu og átti þokkalegan leik í gær.
Að loknum tveimur umferðum í deildinni hefur Brønshøj unnið einn og tapað einum en Glostrup hefur unnið tvo fyrstu.
Mynd: www.kr.is/karfa