Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada unnu stóran heimasigur í ACB deildinni á Spáni í gær þegar Joventut kom í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 94-65 Granada í vil og gerði Jón þrjú stig í leiknum.
Jón var ekki í byrjunarliðinu en lék í tæpar 20 mínútur og skoraði 3 stig. Þá var hann einnig með 3 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en Granada er í næstneðsta sæti deildarinnar með 7 sigra og 23 tapleiki.