Ísfirðingar voru í heimsókn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld í sautjándu umferð Domino´s deildar karla. Heimamenn voru ekkert sýna neina gestrisni í byrjun leiks og komust í 9-0. Þá tók Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ leikhlé til þessa að hrista sína menn í gang en þeir komust þó ekki á blað fyrr en Guðmundur Jónsson var búinn að dúndra niður einum þrist ekki svo langt frá miðjunni. Gestirni komu þó aðeins til baka og náðu að laga stöðu sína aðeins. Staðan eftir 1. Leikhluta var 27-14 heimamönnum í vil. Gaman var að sjá Grétar Inga Erlendsson kominn aftur á parketið eftir meiðsli. Hann átti fína innkomu og verður bara sterkari og sterkari eftir því sem hann fær að spila meira.
Það var greinilega dagsskipun hjá Benedikt Guðmundssyni að keyra upp hraðann og reyna að þreyta gestina að vestan. Sá leikur hentar Þórsurum mjög vel. Þeir náðu þó ekki að loka vörninni eins vel og liðið getur best. Sóknin var þó frábær og David Jackson þar fremstur meðal jafningja. Þórsarar náðu að auka aðeins við forskot sitt og staðan í hálfleik 55-37. Pitts var að spila mjög vel allan leikinn fyrir gestina. Mirko og Bardshaw voru einnig mjög góðir.
Heimamenn hafa greinilega haldið að 18 stig forskot væri bara nóg því þeir skouðu bara 10 stig gegn 21 gestana. Það virtist vera lok á körfu gestana og öll skot heimamanna skrúfuðust upp úr körfunni. Gestirnir átu upp forskot heimamanna jafnt og þétt. Það var einungis 7 stiga munur fyrir loka leikhlutann.
Heimamenn gáfu aðeins í þegar að fjórði leikhlutinn byrjaði og hleyptu gestunum aldrei nær. Sigurinn var þó aldrei í hættu hjá heimamönnum og virtust þeir bara gera það sem var nóg til að vinna þennan leik. Það hefur svolítið verið saga liðsins í vetur. Þeir eyða þeirri orku sem þarf í hvern leik fyrir sig. Lokatölur 87 – 79 fyrir Þór.
Atkvæðamestir hjá Þór: David Jackson 30 stig / 7 fráköst , Ben Smith 22/4/6 , Flake 10/12 , Darri 9/3 stoð, Gummi 8/7/4 , Grétar 6/3 , Baldur 2/5 stoð.
Hjá KFÍ voru það Pitts með 41 stig / 4 fráköst / 5 stoðsendingar, Tyrone 17/13 , Mirko 16/9, Kristján 3 / 4 , Hlynur 2 stig.
Mynd/ Davíð Þór
Umfjöllun/ HH



