spot_img
HomeFréttirGott málefni og góð skemmtun

Gott málefni og góð skemmtun

Dóri Karls í baráttunni gegn KR á dögunumÍ dag sunnudag verður leikið um titlana meistarar meistaranna í Njarðvík í karla og kvennaflokki. Leikirnir eru góðgerðarleikir og leika Íslandsmeistarar síðasta tímabils gegn bikarmeisturunum.
Þetta árið mun allur ágóði af leikjunum renna til foreldra og styrktarfélags heyrnardaufra. Fyrri leikurinn verður leikur Hauka og ÍS í kvennaflokki og hefst hann klukkan 17:00. Haukar sigruðu ÍS fyrir skemmstu í úrslitaleik Powerade bikarkeppninnar og ætla sér eflaust að endurtaka leikinn á sunnudaginn. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS verður búinn að finna einhver ráð til þess að hægja á Haukastelpunum.

Síðari leikurinn hefst klukkan 19:15 og þar mætast Njarðvík og Grindavík. Bæði lið hafa undirbúið sig vel í haust fyrir komandi tímabil og ættu því að vera tilbúin í slaginn. Njarðvíkingar töpuðu naumlega fyrir Keflavík í úrslitaleik Powerade bikarsins og eru því staðráðnir í því að sigra þennan leik. Það eru Grindvíkingar hins vegar líka en þarna mun Friðrik Ragnarsson þjálfa Grindvíkinga í sínum fyrsta leik gegn Njarðvík eftir að hafa verið þar í lengi bæði sem leikmaður og þjálfari.

Það er ljóst að það verða stórleikir í Njarðvík á sunnudaginn og hvetjum við alla til þess að mæta og njóta þess að fylgjast með leikjunum og styrkja um leið gott málefni.

Fréttir
- Auglýsing -