spot_img
HomeFréttirGoran yfirgefur Skallagrím

Goran yfirgefur Skallagrím

Skallagrímur og þjálfari liðs þeirra í Subway deild kvenna Goran Miljevic hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum, en liðið hefur tapað fyrstu sex leikjum sínum í deildinni. Þeim síðasta töpuðu þær með 55 stigum í kvöld gegn Njarðvík.

Ekkert hefur verið staðfest hver muni taka við liðinu, en það á næst leik þann 3. nóvember gegn Grindavík.

Tilkynning:

Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Goran Miljevic hafa komst að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar þakkar Goran Miljevic fyrir gott samstarf og sitt framlag til Skallagríms.

Fréttir
- Auglýsing -