spot_img
HomeFréttirGood Angels slá á létta strengi

Good Angels slá á létta strengi

Í kvöld leika Good Angels Kosice sinn stærsta leik á tímabilinu til þessa þegar liðið mætir Fenerbache í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Liðin eru á lokamóti sem fram fer í Ekaterinburg í Rússlandi og þrátt fyrir kappið og einbeitinguna er slegið á létta strengi. Leikur Good Angels og Fenerbache hefst kl. 21:30 að staðartíma í Rússlandi eða kl. 15:30 að íslenskum tíma.
 
Allie Quigley leikmaður Good Angels hoppaði í hlutverk fréttamanns á æfingu hjá Good Angels daginn eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum. Allie segir m.a. við þjálfara sinn að það sé í lagi að karlmenn gráti en hann var afar hrærður eftir sigurinn sem tryggði Good Angels sæti í undanúrslitum. Helenu Sverrisdóttur bregður einnig fyrir í myndbandinu og ljóst að mórallinn í hópnum er góður fyrir stóra leikinn í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -