Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice enduðu tímabilið með því að vinna enn einn titilinn því liðið tryggði sér á dögunum sigur í slóvakísku-ungversku deildinni sem var sett á laggirnar í fyrsta sinn í vetur.
Englarnir unnu þá fjögurra stiga sigur á ungverska liðinu UNIQA Euroleasing Sopron í úrslitaleiknum, 62-58. Helena hefur þar með unnið fimm stóra titla með liðinu á þeim tveimur tímabilum sem hún hefur leikið í Slóvakíu.