spot_img
HomeFréttirGood Angels hafa það náðugt í Slóvakíu

Good Angels hafa það náðugt í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels Kosice hafa ekki mætt mikilli mótspyrnu til þessa í úrslitakeppni efstu deildarinnar þar í landi. Englarnir eru komnir í undanúrslit og leiða þar 1-0 gegn SKBD Rucon eftir 104-58 sigur í fyrsta leik svo Englarnir hafa það nokkuð náðugt með langsterkasta liðið í landinu.
 
Rucon hafnaði í 2. sæti í deildarkeppninni með 16 sigra og 6 tapleiki, Good Angels urðu deildarmeistarar með 16-0 stöðu og leikirnir í Slóvakíu í deild því alls orðnir 19-0. Liðin mætast aftur í kvöld á heimavelli Rucon og þarf mikið vatn að renna til sjávar ef Rucon á að verða fyrsta liðið í Slóvakíu til að leggja Englana að velli.
 
Helena gerði 15 stig í fyrsta leiknum gegn Rucon en hér að neðan má sjá nokkur tilþrif úr leiknum:
 
Fréttir
- Auglýsing -