spot_img
HomeFréttirGood Angels geta orðið meistarar í kvöld

Good Angels geta orðið meistarar í kvöld

Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels geta í kvöld orðið meistarar í Slóvakíu þegar liðið tekur á móti MBK Ruzomb. Staðan í einvíginu er 2-0 Good Angels í vil og þurfa þær sigur í leik kvöldsins til að hampa þeim stóra og um leið gulltryggja fullkomna leiktíð í heimalandinu en Good Angels hefur enn ekki tapað leik í deildinni.
Í leik tvö unnu Good Angels á útivelli, 65-77, þar sem Helena lék í 22 mínútur og skoraði 7 stig. Þá var hún einnig með 5 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Leikurinn hefst kl. 18:00 í Slóvakíu eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -