spot_img
HomeFréttirGonzaga og North Carolina mætast í úrslitaleiknum

Gonzaga og North Carolina mætast í úrslitaleiknum

Ljóst er hvaða lið það verða sem mætast í úrslitaleik háskólaboltans í Bandaríkjunum. Undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld og líkt og nafn keppninnar Mars brjálæðið (e. March Madness) var skemmtunin gríðarleg. 

 

 

Gonzaga tryggði sér fyrst sæti í úrslitaleiknum með sigri á South Carolina sem hafði komið á óvart með því að komast svo langt. Gonzaga virtist vera með unninn leik í höndunum þegar Suður Karólínu skólinn náði 16-0 áhlaupi og komst yfir í seinni hálfleik. Nigel Williams-Goss og Zach Collins voru hinsvegar of þungur ljár í þúfu Carolina skólans og vann Gonzaga að lokum fjögurra stiga sigur. 

 

 

Það var heldur betur spenna í leik UNC og Oregon háskólans í seinni undanúrslitaleiknum. North Carolina skólinn var sterkari aðilinn í gegnum leikinn en Oregon var aldrei langt að baki og náði nokkrum góðum áhlaupum. Frábær endasprettur gaf þeim svo möguleika á að jafna eða komast yfir þar sem þeir sentu leikmenn UNC á vítalínuna. Í fjórum vítaskotum liðsins hitti UNC ekki úr neinu en tók eigin sóknarfráköst í öll skiptin. Tíminn rann því út og North Carolina á leið í úrslitaleikinn annað árið í röð og er einungis annað liðið til að ná því á eftir Butler. Kennedy Meeks átti sinn besta leik fyrir UNC á ferlinum þegar hann skilaði 25 stigum og 14 fráköstum og flest á stórum augnablikum. 

 

 

Það er því Gonzaga í fyrsta skiptið í sögu skólans í úrslitaleik NCAA en UNC ætlar sér að vinna sinn sjötta titil. Leikurinn er kl 1:20 eftir miðnætti mánudagskvöldið 3. apríl. 

Fréttir
- Auglýsing -