spot_img
HomeFréttirGolfmót KKDÍ

Golfmót KKDÍ

11:30

{mosimage}

Körfuknattleiksdómarafélag Íslands stendur fyrir árlegu golfmóti föstudaginn 15. júní Þorlákshöfn. Þetta er 10. mótið sem fyrsta var haldið í Sandgerði en hefur farið víða fram og oftast verið leikið eftir Texas Scramble fyrirkomulaginu og verður það einnig í ár.

 

 

Upphaflega var mótið eingöngu fyrir félagsmenn í KKDÍ en fyrir nokkrum árum var handboltadómurum boðið að vera með og hafa mætt nokkrir úr þeirra hópi. Nú verður boðið upp á þá nýbreyttni að bjóða þjálfurum í tveimur efstu deildum karla og kvenna í körfuboltanum ásamt íþróttafréttamönnum að vera með. Þetta er gert til þess að þjappa körfuboltamönnum saman sem heild. 

Eins og Kristinn Óskarsson formaður KKDÍ sagði: „Við erum öll ein stór körfuboltafjölskylda og góð samskipti eru nauðsynleg” 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við Lárus Inga Magnússon mótsstjóra í netfangið [email protected] 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -