spot_img
HomeFréttirGolden State settu 131 stig á Denver og jöfnuðu

Golden State settu 131 stig á Denver og jöfnuðu

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Meistarar Miami Heat tóku 2-0 forystu gegn Milwaukee, slíkt hið sama gerðu liðsmenn New York Knicks gegn Boston en Golden State jafnaði gegn Denver, 1-1.
 
Miami 98-86 Milwaukee (2-0)
Fimm liðsmenn Heat gerðu 10 stig eða meira í leiknum, þeirra stigahæstur var Dwyane Wade með 21 stig og 7 fráköst. LeBron James var sem fyrr að skila tölum í námunda við þrennuna, 19 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Bucks var Tyrkinn Ersan Ilyasova stigahæstur með 21 stig og 6 fráköst.
 
New York 87-71 Boston (2-0)
Carmelo Anthony gerði 34 stig í liði Knicks og tók 4 fráköst. J.R. Smith bætti svo við 19 stigum af bekknum. Paul Pierce fór svo fyrir liði Boston með 18 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
 
Denver 117-131 Golden State (1-1)
Fjórirl iðsmenn í byrjunarliði Golden State gerðu 21 stig eða meira í leiknum. Stephen Curry lét ekki sitt eftir liggja en kappinn er án vafa einn af heitari leikmönnum deildarinnar í dag. Curry gerði 30 stig í leiknum, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst! Ty Lawson og Corey Brewer voru svo báðir með 19 stig í liði Golden State.
 
Topp tíu tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar
 

FINAL
 
7:30 PM ET
MIL
86
MIA
98
23 20 22 21
 
 
 
 
25 22 21 30
86
98
  MIL MIA
P Ilyasova 21 Wade 21
R Ilyasova 6 James 8
A Ellis 5 James 6
 
Highlights
 
FINAL
 
8:00 PM ET
BOS
Fréttir
- Auglýsing -