spot_img
HomeFréttirGóður sigur í fyrsta leik

Góður sigur í fyrsta leik

U18 ára landslið Íslands vann áðan sinn fyrsta leik í riðlakeppni Evrópukeppni B-deildar þegar liðið mætti Sviss í sínum fyrsta mótsleik. Lokatölur voru 89-71 Íslandi í vil þar sem Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig.
Martin gerði eins og áður segir 21 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Næstur honum var Matthías Orri Sigurðarson með 14 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar og Dagur Kár Jónsson skoraði 12 stig. Þá var Maciej Baginski með 10 stig og 3 fráköst.
 
Sigur í fyrsta leik og á morgun mætast Ísland og Svartfjallaland kl. 18:45 að íslenskum tíma en Svartfellingar lögðu Finna í dag með fimm stiga mun.
 
Mynd/ Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -